Saga skólans

Leikskólinn Hlíð hefur verið starfræktur frá 21. september 1985. í upphafi var leikskólinn 3 deilda þar af ein hálfsdagsdeild. 1994 varð leikskólinn einsetinn.

Leikskólinn var í upphafi 430:80 m2. Árið 2000 var tekin í notkun færanleg skólastofa við leikskólann og þar með ein ný deild - Úthlíð.

Með tilkomu nýrrar viðbyggingar 2003 urðu deildarnar 5. Með viðbyggingu bættist við leikskólann, auk deildarinnar Esjuhlíðar, salur, Vesturhlíð sem er aðstaða sérkennslustjóra og undirbúnings- og fundarherbergi starfsfólks.
Eftir stækkun er leikskólinn 807 m2. Stærð lóðar er 4.854 m2. Teiknistofa Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts hannaði lóð leikskólans.

Deildar leikskólans draga nafn sitt af kennileitum í landslaginu í kringum leikskólann. Deildarnar heita Klettahlíð, Hamrahlíð, Steinahlíð , Úthlíð og Esjuhlíð.
Haustið 2017 var Klettahlíð gerð að ungbarnadeild. Sem var fyrsti vísir að ungbarnaleikskóla. Frá og með hausti 2018 var ekkert barn í elsta árgangi leikskólans og í skrefum lækkaði aldur nemenda þar til að haustið 2020 er Hlíð varð að ungbarnaleikskóla alfarið.