Í Hlíð er fjölbreytt starf og því mikilvægt að börnin séu með fatnað sem hentar við ýmsar aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að börnin hafi þann fatnað sem hentar hverju sinni.

Innifatnaður:

Mikilvægt er að börnin klæðist fötum sem þau geta hreyft sig í og munum að þau eru á fullu að kanna heiminn og geta bæði blotnað og orðið skítug ;o)

Börnin þurfa því líka að hafa föt til skiptanna og er gott að hafa tvennt af öllu; buxur, sokkabuxum, sokkum, samfellu/nærföt og peysur. Fatnaðurinn er geymdur í körfunum þeirra inni á baði.

Gott er að fylgjast með því hvaða föt eru send heim, því þá vantar þau í aukafötin í körfuna. Mjög gott er að hafa poka í körfunni til þess að setja blaut og skítug föt í.

Gólfin geta verið sleip og er því best að börnin eru í sokkum með gúmmíi undir eða í inniskóm.

Útifatnaður:

Í fataklefanum á að vera fatnaður sem hentar í öllu veðri. Nú er veturinn fram undan og þá þarf að huga að hlýrri fatnaði s,s húfum, vettlingum, hlýjum peysum, ullarsokkum, snjó- og pollagöllum, stígvélum eða kuldaskóm. Mjög takmarkað er til af lánsfötumog því nauðsynlegt að foreldrar fari yfir fatnaðinn og gái hvort ekki sé örugglega allt til staðar.

Mikilvægt er að útifatnaðurinn sé þægilegur svo þau hefti ekki hreyfiþroska barnanna. Það þarf að vera pláss fyrir ullarsokka í stígvélum, vettlingar þurfa að passa vel (ekki of stórir, því þá geta þau ekki gripið um leikföngin) og það þarf að vera auðvelt fyrir starfsfólkið að klæða þau í skó og stígvél.

Athugið að það er mjög mikilvægt að merkja föt barnanna.

Börnin eiga oft eins föt og því erfitt fyrir börn og fullorðna að þekkja hver á hvaða flík.

Hlíð, Hlaðhamrar 4 | Sími: 566-7375 | Netfang: hlid@mos.is