Menntastefna Mosfellsbæjar, samþykkt 5. maí 2010

Kjarni Skólastefnu Mosfellsbæjar er að setja einstaklinginn í öndvegi . Skólastarf á að taka mið af þörfum hans, félagslegum aðstæðum og umhverfi . Þannig er litið á hvern og einn bæði sem félagsveru og einstakling með sérstakar og einstakar þarfir . Áhersla er lögð á að sérhver einstaklingur hafi rétt til að lifa og dafna í samfélagi, sem byggir á lýðræði, jafnræði og jafnrétti .