Hlíð flaggar Grænfánanum


Eftir útekt Landverndar á starfinu í Hlíð í febrúar 2018 þá afhenti fulltrúi þeirra börnunum í Hlíð Grænfánann við hátíðlega athöfn 4. maí sl. að viðstöddum bæjarstjóra, börnunum, kennurum og fleiri góðum gestum. Þrátt fyrir kalsaveður sungu börnin umhverfissáttmála Hlíðar af mikill gleði að lokinni athöfn.

Undanfarin ár hefur leikskólinn Hlíð verið Skóli á grænni grein sem er alþjóðlegt verkefni í umsjón Landverndar sem miðar að því að auka umhverfisvitund og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Umhverfismennt er mikilvægur þáttur í skólastarfi Hlíðar og hefur áhersla verið á að börnin upplifi og njóti nánasta umhverfis og kynnist nærsamfélinu Náttúruunnendur hugsa vel um náttúruna og bæinn sinn.

Skóli á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum og leikskólum. Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum FEE. Til þess að ná því marki að flagga Grænfánanum til tveggja ára þarf að ganga í gegnum sjö skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Þegar því marki er náð fær skólinn að flagga Grænfánanum til tveggja ára. Stýrihópur um Grænfána er Landvernd til fulltingis um allt sem viðkemur verkefninu.


Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem unnið er með í aðdraganda umsóknar um Grænfánann en þau eru gerð til að efla vitund um umhverfismál. Verkefnin eru unnin bæði í leikskólanum með börnunum og í daglegum rekstri hans. Skrefin styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum og sjálfbærni innan skólans. Jafnframt sýnir reynslan að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.
Markmið verkefnisins er að bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. Efla samfélagskennd og auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan leikskólans og utan. Að styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börnin. Veita börnunum menntun og færni til að takast á við umhverfismál. Tengja leikskólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.
Í Hlíð er starfandi umhverfisnefnd sem í sitja fimm starfsmenn.
Börnin í Hlíð staldra við, horfa, skynja, upplifa, undrast og njóta. Leiðarljósin sem við vinnum eftir eru- hringrás lífsins og frumefnin fjögur – jörð, vatn, loft og eldur.

Vorið 2020 fengum við Grænfánann í annað sinn. Í það sinnið var áherslan hjá okkur á VATNIÐ í sinni fjölbreyttustu mynd.

Umhverfissáttmálinn í Hlíð er í bundnu máli:

Umhverfið okkar
við öll viljum bæta
efla og styrkja og gera svo gott
Ef að þú flokkar
þá ertu að kæta
jörðina okkar sem er nú svo flott
Ræktum grænmetið góða
ræktum allt sem vex og grær
Náttúrunnar gætum
glöð þá hana bætum
Grænn er ávallt Mosfellsbær

Texti: Ragnheiður Halldórsdóttir
Lag: Öxar við ána


Umhverfisnefndin í Hlíð skólaárið 2020 - 2021

f.h. starfsmanna:

Ragnheiður Halldórsdóttir, leikskólastjóri

Sigrún Agnarsdóttir, Steinahlíð

Steinunn Bára Ægisdóttir, Esjuhlíð

Dorota Guðmundsson, matráður

Ása Jakobsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri/ÚthlíðUmhverfisteymi er starfrækt í Hlíð í því eru fjórir starfsmenn. Teymið leggur línur og kemur með hugmyndir og verkefni til deildarstjóra sem útfæra þær enn frekar. Í teyminu eru:

Steinunn Bára Ægisdóttir, Sigrún Agnarsdóttir, Dorota Guðmundsson og Ása Jakobsdóttir


Nánari upplýsingar um Grænfánann má nálgast hér