Agastefna Hlíðar

Var unnin af öllu starfsfólki og innleidd í apríl 2016

Agastefna Hlíðar byggir á kenningum Jane Neslson um jákvæðan aga (positive discipline) og fyrirlestri Steinunnar Gestsdóttur prófesors um sjálfstjórnun leikskólabarna og tengsl við þroska og skólagöngu. Haldin á fræðsludegi leikskóla Mosfellsbæjar í ágúst 2015.

Grunnhugtök agastefnunnar eru virðing, góðvild og festa. Byggt er á kenningum þar sem talið er að jákvæðir,styðjandi uppeldishættir sem einkennast af virðingu, góðvild og festu stuðli að sjálfstjórnun barna.

Sjálfstjórnun er geta fólks til að stjórna, breyta eða halda aftur af eigin tilfinningum, hugsun eða hegðun. Sjálfstjórnunarfærni er mikilvæg á öllum aldri og tengist öllum sviðum þroska.

Grundvallarfærni í sjálfstjórnun er geta til að bregðast við mótbyr (t.d ef áætlun gengur ekki upp).

Styðjandi /leiðandi uppeldishættir stuðla að sjálfstjórnun þannig að stjórnunin færist að utan og innávið.

Barn þróar með sér sjálfstjórnun ef það fær tækifæri til að þroska félagsfærni sína í gegnum lífsleikni í andrúmslofti virðingar, góðvildar og festu.