Snemmtæk íhlutun í máli og læsi, upphaf þess verkefnis var að Menntamálastofnun Íslands leitaði eftir samstarfi við sveitarfélagsem hefði áhuga á að leikskólar sveitarfélagsins tækju þátt í þróunarverkefni um að efla málþroska og læsi leikskólabarna í gegnum hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar.
Leikskólar Mosfellsbæjar vildu gjarnan taka þátt og 30. október 2018 var undirritaður samningur milli Menntamálastofnunar, Mosfellsbæjar og Talstúdíós Ásthildar Bj. Snorradóttur um samstarf og samvinnu við að efla málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna í Mosfellsbæ. Í samningnum kemur fram að leikskólarnir leggja áherslu á snemmtæka íhlutun varðandi málþroska og læsi í samræmi við áherslur sem settar voru fram í Þjóðarsáttmála um læsi 2015.

hanbók í snemmtækri íhlutun í máli og læsi.pdf