news

Vorvísa

05 Apr 2022

Við fengum senda svo skemmtilega vorvísu frá gamla leikskólastjóranum okkar henni Ragnheiði Halldórsdóttur.

(Lag: Afi minn og amma mín)


Hlýnar veður hýrnar geð

Hér vex blóm við götu

Út að leika allir með

Ausum sand í fötu


En þessi vísa rímar vel við umhverfissáttmálann okkar þetta skólaárið en hún minnir mikið á sumarið sem er í vændum.


Sólin skín og grasið grær

Gaman er að lifa.

Lyngið fagurt, lindin tær.

Litlir fætur tifa.


Auðvitað eigum við í Hlíð líka þessa fínu vetrarvísu eftir hana Ragnheiði okkar


Veturinn er vinur minn

þó valdi myrkri og skugga.

Úti fæ ég eplakinn

Inni er ljós í glugga.