news

Skólapúlsinn, foreldrakönnun febrúar 2022

04 Apr 2022

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins sem lögð var fyrir foreldra í febrúar 2022 um leikskólastarfið liggja nú fyrir. Við viljum þakka góða þátttöku. Við fengum góð hvatningarorð og ábendingar í opnum svörum sem við erum þakklát fyrir. Alltaf gott að heyra raddir foreldra.

Svarhlutfall var 81,6 %

Ánægja með Hlíð var 96,6% (landið 92,2%).
Ánægja foreldra með stjórnun var 100% (landið95,2%).
Ánægja með hollt matarræði var 100% (landið 95,2%).
Ánægja með húsnæði og aðstöðu er 96,7% (landið91,2%).

Námsumhverfi:
Vinnubrögð í Hlíð eru 96,9% (landið 89,1%) og aðstaða 95,5% (landið92,6%).
Félagsleg samskipti og þátttaka án aðgreiningar er metin 100% (landið 95,3 og 97,2%).

Samskipti við foreldra:
Ánægja með upplýsingamiðlun er 89,6% (landið 74,9%).
Þekking á stefnu á námskrá leikskólans er 91,2% (landið 81,4%).
Tengsl við starfsfólk leikskólans meta foreldrar 98.3% (landið 91,8%) sem við erum alsæl með. En hvatning til þátttöku í leikskólastarfinu er 72,7% og hefur dalað um 12,4% á skólaárinu en á landinu öllu er niðurstaðan 63,8%. Við teljum að þarna þurfum við að taka okkur á og skoða okkar þátt.

Upphaf leikskólagöngu:
Byrjun leikskólagöngu mátu 84,2% foreldra góða (landið 74,2%) og er það lægra hlutfall en fyrri könnun gaf til kynna (-6,3%). Þar sjáum við sóknarfæri fyrir næsta haust að gera betur sem og við flutning milli deilda sem 83,3% foreldra voru ánægð með en þar er mismunurinn 7,2% miðað við landið allt.

Sérkennsla og stuðningur:
Hlutfall sérkennslu og stuðnings er 3,9% miðað við 14,7% á landinu öllu og hlutfall sérfræðiþjónustu er 1,7 % miðað við 9,9% á landinu öllu. Hlutfallslega eru ekki mörg börn í Hlíð sem þurfa á sérfræðiaðstoð að halda í sínu daglega lífi.

Aukaspurning þetta árið:
Spurt var um ánægju með COVID-viðbrögð leikskólans. Niðurstaðan var 96,5 % ánægja sem er gott að vita og sambærileg ánægja við landið allt 95,4%

Við sjáum sóknarfæri á ýmsum stöðum við erum líka að sjá að ánægjuhlutfall í svörum er að aukast sem er gleðilegt. Við munum horfa til allra þessara þátta við gerð umbótar- og matsáætlunar sem unnið verður að fljótlega.