Foreldraráð í Hlíð skólaárið 2021-2022


Þeir foreldrar sem skipa foreldraráð Hlíðar skólaárið 2021-2022 eru:

Hallgerður Ragnarsdóttir - hallgerdurr@gmail.com

Karen Drífa Þórhallsdóttir - karendrifa@gmail.com

Andri Martin Sigurðsson - andrims@mannvit.is

Jenný Jóhannsdóttir - jenny@fikus.isStarfsreglur foreldraráðs leikskólans Hlíð

1. Meginmarkmið foreldraráðs er að stuðla að því börnunum líði sem best í leikskólanum.

2. Foreldraráð starfar eitt ár í senn og hefst starfsemi að hausti ár hvert. Fundir eru haldnir eftir þörfum en að lágmarki einu sinni á hausti og einu sinni á vori. Ráðið skráir í fundargerðum sínum helstu niðurstöður funda. Í ráðinu sitja að lágmarki þrír foreldrar barna í leikskólanum. Fulltrúar í ráðinu og starfsreglur skulu kynntar á heimasíðu leikskólans.

3. Að hausti óskar starfandi foreldraráð eftir nýjum framboðum í ráðið. Skal það gert með tölvupóstsendingu til allra foreldra. Séu fleiri en fjórir sem bjóða sig fram skal kosið um fulltrúa í ráðið.

4. Foreldraráð starfar náið með leikskólastjóra og er tengiliður við aðra foreldra á leikskólanum. Leikskólastjóri leitast við að upplýsa ráðið um öll helstu mál sem snerta starfsemi skólans.

5. Helstu verkefni ráðsins eru að vera umsagnaraðili um skólanámskrá, skóladagatal og aðrar þær áætlanir sem varða starfsemi leikskóla. Fylgjast með því að áætlanir séu kynntar foreldrum og að bera skóladagatal saman við skóladagatöl grunnskólanna m.t.t. skörunar við starfsdaga og aðra frídaga.

6. Starfsreglur þessar eru endurskoðaðar eftir þörfum. Starfsreglurnar byggja á 11.gr laga um leikskóla nr. 90/2008.