Saga skólans

Leikskólinn Hlíð hefur verið starfræktur frá 21. september 1985. í upphafi var leikskólinn 3 deilda þar af ein hálfsdagsdeild. 1994 varð leikskólinn einsetinn.

Leikskólinn var í upphafi 430:80 m2. Árið 2000 var tekin í notkun færanleg skólastofa við leikskólann og þar með ein ný deild - Úthlíð.

Með tilkomu nýrrar viðbyggingar 2003 urðu deildarnar 5. Með viðbyggingu bættist við leikskólann, auk deildarinnar Esjuhlíðar, salur, Vesturhlíð sem er aðstaða sérkennslustjóra og undirbúnings- og fundarherbergi starfsfólks.
Eftir stækkun er leikskólinn 807 m2. Stærð lóðar er 4.854 m2. Teiknistofa Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts hannaði lóð leikskólans.

Deildar leikskólans draga nafn sitt af kennileitum í landslaginu í kringum leikskólann. Deildarnar heita Klettahlíð, Hamrahlíð, Steinahlíð , Úthlíð og Esjuhlíð.
Haustið 2017 var Klettahlíð gerð að ungbarnadeild. Haustið 2018 komu inn mun fleiri og yngri börn og var það fyrsti vísir að ungbarnaleikskólanum. Frá hausti 2018 var ekkert barn í elsta árgangi leikskólans. Frá haustinu 2019 munu ekki verða hinir tveir hefðbundnu elstu árgangar leikskóla. Börnin verða þá elst 3 ára.