Námskrá skólans

mskrá, leikskólinn hlíð 2016.pdf

Í júní 2011 kom út ný Aðalnámskrá leikskóla. Með nýrri aðalnámskrá komu nýjar áherslur, fyrstu 3 kaflar hennar eru sameiginlegir kaflar fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Í námskránni eru lagðir til grundvallar sex grunnþættir menntunar, sem eru læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Vegna þess að námssvið leikskóla hafa breyst munum við skólaárið 2011-2012 vinna og endurskoða okkar skólanámskrá. Í úttekt menntamálaráðuneytisins á leikskólanum sl. skólaár kom vel fram að við erum að vinna vel eftir aðalnámskránni (nýju). Mestu breytingarnar munu verða að við tökum út þætti sem eiga í raun ekki heima í námskránni, frekar í upplýsingarriti fyrir foreldra og eitthvað sem við munum setja í starfsmannahandbókina okkar. Eins munum við líklega útbúa sérstakar deildarnámskrár fyrir hverja deild (aldurshóp).

Nánari upplýsingar um vinnu og verkferla innan leikskólans má finna hér til hliðar undir flipa merktum "upplýsingar"

Ný Aðalnámskrá leikskóla 2011