Á vegum skólaskrifstofu Mosfellsbæjar er frá því í apríl 2008í gangi verkefni fyrir leik- og grunnskóla verkefnið heitir PALS sem hefur á íslensku fengið þýðinguna Pör Að Læra Saman.

P-PALS (Polla-PALS, 4 ára) og K-PALS (Krakka-PALS, elsti árgangurinn) var upphaflega þróað sem hjálpartæki fyrir börn sem alast upp við annað tungumál en móðurmálið.

Kennararnir hafa fengið þjálfun í PALS en þessir kennsluhættir ganga út frá samvinnunámsnálgun er miða við virk og markviss samskipti nemenda. Kennurum er uppálagt að miðla þekkingu sinni til samkennara. Ávinningurinn með verkefninu er m.a. sá að börnin læra snemma þá kennsluaðferð sem mun fylgja þeim upp í gegnum grunnskólann.

Börnin kynnast stöfum og hljóðum sem er undanfari lestrarnáms. PALS getur styrkt lestrarfærni þeirra sem og færni í að læra aðrar námsgreinar. Eins dýpkar þetta málskilning þeirra.