Ath

Ath - læsisstefnan er í endurskoðun frá áramótum 2019


Læsisstefna, leikskólinn Hlíð

Í Hlíð er lögð áhersla á að örva málþroska barnanna, hljóðkerfisvitund og almenna málþekkingu barnanna. Bernskulæsi vísar til lestrarhegðunar barns á leikskólaaldri áður en formleg lestrarkennsla hefst í grunnskóla. Ung börn byggja upp þekkingu sína í gegnum uppgötvanir um ritmálið í umhverfi sínu og ekki síst í gegnum bóklestur og málhvetjandi samskipti við fullorðna og önnur börn. Á þessum tíma í lífi barns eru ekki gerðar kröfur um læsisnám. Þar sem námsaðstæður eru á forsendum barnsins, afslappaðar og lausar við gagnrýni, opnast heimur læsis smátt og smátt.(http://lesvefurinn.hi.is).

Yfir markmið er aukinn málþroski

Undirmarkmið:Leiðir að markmiðum

Aukinn orðaforði og málskilningur

Skipulagðar samveru og lestrarstundir sem hæfa þroska, getu og aldri barnanna.

Kynna höfund og mynskreyti.

Ræða efni bókanna, útskýra orð og orðasambönd.

Setja orð á hluti og athafnir.

Spyrjum, hlustum gefum okkur tíma.

Nýta þann efnivið sem hentar (bækur, spil, söngvar, rím, romsur, stafir).

Aukinn máltjáning

Tala við börnin, eiga samskipti. Hvetja til og gefa börnunum tækifæri til að tjá sig.

Leyfa börnunum að segja og búa til sögur.

Virk hlustun

Hlusta og heyra hvað þau segja. Sýna áhuga á því sem börnin hafa að segja. Spyrja um efni bókarinnar.

Hlustun af geisladisk.

Tenging við lestrar og skriftarfærni

PALS og Markviss málörvun.

Gott aðgengi að skriffærum og pappír. Ritmál í umhverfi. Áhersla á lestrarátt.

Mat og mælitæki

EFI og HLJÓM 2, foreldraviðtöl

Gátlistar

Gátlistar nýttir til að fylgjast með að farið sem eftir markmiðum og leiðum.

„Þegar barnið eldist og þroskast verða myndabækurnar flóknari og meira krefjandi. Það á bæði við um textann og myndirnar og samspil mynda og texta verður meira og nánara. Táknkerfi textans og myndanna síast inn í barnið þegar lesið er fyrir það og myndirnar skoðaðar um leið. Hér eru því tekin mikilvæg skref í þróun læsis, bæði á texta og myndir. Og ekki má gleyma því að þetta er mikil skemmtun“(http://www.skolaust.is).

gátlisti vegna læsisstefnu.pdf