news

Við í Hlíð fengum Grænfánann í annað sinn

30 Maí 2020

Árið 2018 fékk Hlíð Grænfánann í fyrsta sinn og höfum nú veitt honum viðtöku í annað sinn. Grænfánaverkefnið hefur það að markmiði að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.
Landvernd stýrir Grænfánaverkefninu

Í Hlíð er áherslan í umhverfismennt með börnunum fyrst og fremst að upplifa og njóta, horfa, skynja og undrast. Börn eru fæddir rannsóknarmenn. Það er gaman og áhugavert að sjá snjóinn bráðna t.d. þegar hann er tekinn inn í hús. Leika og rannsaka hvað við getum gert margt með vatn t.d. sullað, hellt því, fryst, málað, brætt það aftur ekki síður áhugavert að skoða hvernig skugginn lítur út og hvernig hann breytist þegar við hreyfum okkur. Dásamlegt að uppgötva umhverfið sem er fullt af ævintýrum þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og fylgjast með undrum náttúrunnar.