news

Settum niður kartöflur

03 Jún 2021

Í gær setti eldri árgangur leikskólans niður kartöflur í ræktunar kassana sem við erum með í litla garðinum við Úthlíð. Börnin voru mörg hver afar dugleg að setja niður kartöflurnar, fengu aðstoð við að moka yfir. Ánamaðkarnir sem kíktu upp voru ekki síður spennandi og svo fannst einhverjum sérstaklega gaman að brjóta spírurnar af kartöflunum. Við vonum samt innilega að það stefni í met uppskeru í haust þegar tími er kominn á að taka upp.