news

September 2020

09 Sep 2020

Aðlögunin í Hlíð hefur að flestu leyti gengið vel og gaman að sjá hve börnin eru dugleg þegar þau eru að stíga sín fyrstu skref í leikskólalífinu.

Smátt og smátt er vetrarstarfið að taka á sig mynd, börnin eru farin að fara í salinn með deildinni sinni, samverustundir ganga þokkalega og smátt og smátt bætast við málörvunarstundir, Vináttuverkefnið með Blæ í forystu að ógleymdum hundinum Lubba sem hjálpar okkur að æfa málhljóðin.

Útiveran gengur ágætlega en það getur verið stórt skref fyrir ung börn að fara í útiveruna.

Haustverkin í Hlíð eru nokkur. Við tökum t.d. upp kartöflur sem settar voru niður af börnunum í vor, uppskeran er frekar rýr en náum nú kanski í 1-2 potta af kartöflum í matinn. Börnin eru mörg dugleg að gæða sér á sólberjunum sem vax í litla garðinum, finnst þau gómsæt en einnig gaman að fá uppí sig súr ber og gretta sig vel yfir því!´

Í næstu viku ætlum við að halda uppá Dag íslenskrar náttúru að vanda en venjan er að öll börnin í Hlíð sameinist í að fagna þann dag með skemmtilegri uppákomu.