news

Fyrsta heila vikan gekk vel

08 Maí 2020

Það voru miklir fagnaðarfundir í upphafi vikunnar þegar við hittumst öll aftur eftir langan tíma. Allir tilbúnir að koma aftur og vinna upp tapaðar stundir í leik og starfi. Við höfum verið mikið úti að leika því veðrið er búið að leika við okkur. Loksins fáum við aftur að fara í salinn og flest annað komið aftur í sínar föstu skorður.

Áfram biðjum við foreldra að huga að 2 metra reglunni í fataklefanum þegar verið er að koma með börnin í leikskólann og sækja þau, staldra stutt við og tæma hólfin í lok dags.