news

Dagur íslenskrar náttúru

16 Sep 2020

Undanfarin ár hafa elstu börnin í Hlíð gróðursett birkihríslur í Skógarhlíð (neðan við leikskólabygginguna) í tilefni dagsins. En þar sem elstu börnin eru nú aðeins yngri en áður þá breyttum við til og höfðum sullu- og drullumalladag. Flest börnin fundu sér eitthvað skemmtilegt að gera t.d. mála með drullugu vatni, sulla í pollum, þvo með sápu og klútum, drullumalla með sandi og drullu, blása og elta sápukúlur, fylla ílát af vatni o.fl o.fl.

Dagurinn heppnaðist vel, allir ánægðir með daginn.