news

Aðlögunin

28 Ágú 2020

Núna eru flest öll börnin í aðlögunarferli í Hlíð, annað hvort að byrja hjá okkur eða að flytja á milli deilda innan leikskólans. Aðlögunin heldur áfram fram í september því enn eru ekki öll börnin byrjuð í leikskólanum, en byrja fljótlega í september.

Það er mikilvægt að börnin upplifi aðlögunina á sem jákvæðastan hátt. Börnin eru ólík með mismunandi þarfir sem taka þarf tillit til og því er samvinna milli okkar í Hlíð og foreldra svo mikilvæg.

Aðlögunin hefur gengið vel, það er gaman að kynnast börnunum og hlakkar öllum til að kynnast þeim enn betur er líður á haustið og veturinn.