Starfsemi foreldrafélagsins

Foreldrafélag leikskólans
Í foreldrafélaginu eru að öllu jöfnu tveir foreldrar frá hverri deild leikskólans. Foreldrarnir skipta með sér verkum strax í upphafi en það er kosið í foreldrafélagið að hausti á foreldrafundi í leikskólanum.

Félagið vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk leikskólans og stjórnendur hans.

Fundir eru reglulega yfir skólaárið og þá haldnir seinni part dags á opnunartíma leikskólans. Börn þeirra sem mæta á fundinn fá þá að vera áfram á sinni deild meðan foreldrar funda.

Greitt er í foreldrafélagið einu sinni á ári, allt sem greitt er í foreldrafélagið fer beint til barnanna en greiðslan fer m.a. í að greiða í sveitaferðinni og viðburði sem foreldrafélagið skipuleggur.