Foreldraráð skólans - 2019 - 2020


Starfsreglur foreldraráðs leikskólans Hlíð

1. Meginmarkmið foreldraráðs er að stuðla að því börnunum líði sem best í leikskólanum.

2. Foreldraráð starfar eitt ár í senn og hefst starfsemi að hausti ár hvert. Fundir eru haldnir eftir þörfum en að lágmarki einu sinni á hausti og einu sinni á vori. Ráðið skráir í fundargerðum sínum helstu niðurstöður funda. Í ráðinu sitja að lágmarki þrír foreldrar barna í leikskólanum. Fulltrúar í ráðinu og starfsreglur skulu kynntar á heimasíðu leikskólans.

3. Að hausti óskar starfandi foreldraráð eftir nýjum framboðum í ráðið. Skal það gert með tölvupóstsendingu til allra foreldra. Séu fleiri en fjórir sem bjóða sig fram skal kosið um fulltrúa í ráðið.

4. Foreldraráð starfar náið með leikskólastjóra og er tengiliður við aðra foreldra á leikskólanum. Leikskólastjóri leitast við að upplýsa ráðið um öll helstu mál sem snerta starfsemi skólans.

5. Helstu verkefni ráðsins eru að vera umsagnaraðili um skólanámskrá, skóladagatal og aðrar þær áætlanir sem varða starfsemi leikskóla. Fylgjast með því að áætlanir séu kynntar foreldrum og að bera skóladagatal saman við skóladagatöl grunnskólanna m.t.t. skörunar við starfsdaga og aðra frídaga.

6. Starfsreglur þessar eru endurskoðaðar eftir þörfum. Starfsreglurnar byggja á 11.gr laga um leikskóla nr. 90/2008.
________________________________________________________________________
Úr fundargerðum:

Fundur 14. 09.2011. Mætar voru: Jóhanna, Jóney Hrönn, María Rán og Kristín Björg.

Rætt var um foreldrafundinn sem haldinn verður 29. sept. næstkomandi. Ákveðið að auglýsa eftir fólki í foreldraráð á heimasíðu leikskólans fyrir fundinn sem og auglýsa eftir fólki í tölvupósti þegar dagskrá fundarins er send foreldrum og benda í leiðinni á slóðina inn á heimasíðu leikskólans þar sem fram koma starfsreglur foreldraráðs, þar á meðal helstu verkefni. Fjórir fulltrúar eiga að vera í ráðinu, en þrír af þeim sem voru í ráðinu síðastliðið ár eru tilbúnir að vera áfram, en það þarf ekki að koma fram þegar auglýst er eftir fólki. Þá var rætt um að setja inn fundargerðir á heimasíðu leikskólans.

Jóhanna sagði frá úttekt á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem var gerð í vor, en hana er að finna á heimasíðu skólans. Búið er að vinna úrbótaáætlun og senda ráðuneytinu. Úrbótaáætlunin verður síðan kynnt á Fræðslunefndarfundi 20. September. Jóhanna upplýsti ráðið um starfsmannmálin og fl.

________________________________________________________________________

Leikskólinn Hlíð 30. nóv. 2011 Mættir voru: Kristín Björg,og nýir liðsmenn: Þorbjörg María Ólafsdóttir, Kristín Guðrúnardóttir,en fjarverandi var Ingi Ragnar Ingason

Efni fundar:

Nýir liðsmenn boðnir velkomnir og farið yfir lög varðandi foreldraráð.

Jóhanna ræddi og kynnti ytra-matið og verkefni sem eru framundan varðandi úrbætur.

Jóhanna benti á jafnréttisáætlunina og hvatti foreldra til að kynna sér áætlunin á heimasíðu leikskólans og gefa álit.

Rætt var hvernig virkja má foreldra enn frekar til þátttöku í leikskólastarfinu.

Næstu fundartímar ákveðnir :

25. Janúar 2012,

11. Apríl 2012

26. sept 2012

28. nóv. 2012

Fleira ekki rætt

Ritað: Jóhanna S. Hermannsdóttir, leikskólastjóri.

_____________________________________________________________________

Bréf sent til foreldraráðs:

Leikskólinn Hlíð 6.janúar 2012

Erindi þessa bréfs:Lokun vegna starfsmannafundar á leikskólanum Hlíð.

Vegna breytinga á ferðatilhögun námsferðar s.l. haust höfðum við opið allan daginn 19. Október í stað þess að loka kl:14:00 eins og ákveðið hafði verið. Þar af leiðandi eigum við eftir að nýta okkur þessa tvo fundartíma sem við viljum nota núna föstudaginn 3. feb . 2012. Til þess að geta auglýst þá lokun þurfum við að fá samþykki frá foreldraráði og erum við með bréfi þessu að óska eftir því samþykki.

Kær kveðja

Jóhanna S.Hermannsdóttir, leikskólastjóri

_______________________________________________________________________

5. mars. 2012. skóladagatal kynnt, yfirfarið og samþykkt af foreldraráði.

_______________________________________________________________________

11. apríl 2012, Efni fundar: Sumarið og lokun vegna sumarleyfa, samstarf við leikskólann Hulduberg.

Rætt var og samþykkt auka lokunardagur vegna vinnu starfsmanna við Aðalnámskrá. Kynning var á fyrirhuguðu Opnu húsi og Menningarviku leikskóla Mosfellsbæjar.

Sagt var frá breytingum í starfsmannahópnum.

Foreldraráð var upplýst um fræðslunefndarfund sem haldinn var í leikskólanum Hlíð.

_______________________________________________________________________

Fundur haldinn 26. sept. 2012.

Efni fundar: tilfæringar á áður ákveðnum starfsmannafundi og skipulagsdags.

Samhlljóða samþykkt, sent til foreldra til kynningar.

fundi slitið.

________________________________________________________________________